Greiða sjálfkeyrandi bílum leið í Kísildal

Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum Pittsburgh.
Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum Pittsburgh. Ljósmynd/Uber

Yfirvöld í Kaliforníu hafa gefið bílaframleiðendum og tæknifyrirtækjum grænt ljós á að prófa sjálfkeyrandi bíla án ökumanns. 

Í frétt Financial Times um málið segir að hingað til hafi reglur krafist þess að manneskja sitji í bílnum í öryggisskyni. Þessar kröfur hafi leitt tæknifyrirtæki í Kísildalnum í Kaliforníu til þess að hefja prófanir í öðrum ríkjum. 

Unnið hefur verið að nýju reglunum í þrjú ár og hafa fyrirtæki í Kísildal beðið óþreyjufull eftir þeim. Ef bílaframleiðendur get sýnt yfirvöldum fram á að tæknin sé örugg og varin gegn tölvuárásum er hugsanlegt að íbúar ríkisins geti fengið far með sjálfkeyrandi bílum á næstu mánuðum. 

Fimmtíu fyrirtæki í Bandaríkjunum eru nú þegar byrjuð að þróa sjálfkeyrandi bíla í Kaliforníu. Á meðal þeirra eru Uber, Apple, General Motors, Ford og Toyota.

Þeir sem gagnrýna breytingarnar segja hins vegar að þær geti valdið því að vegir Kaliforníu verði banvænn „tölvuleikur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK