Hörð viðbrögð við tollahækkun

AFP

Utanríkisráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, segir að Evrópusambandið verði að svara forseta Bandaríkjanna, Donald Trunp, af fullum þunga varðandi hækkun tolla á innflutt stál og ál. Helstu stál- og álframleiðsluþjóðir heims hafa fordæmt áætlun Trumps og hlutabréf hafa lækkað í verði á hlutabréfamörkuðum í dag.

Gabriel segir að þessar hugmyndir Trump séu óásættanlegar og segir ekki rétt að þýskir og aðrir evrópskir framleiðendur stundi óheiðarlega viðskiptahætti með undirboðum.

Eftir orðróm undanfarnar vikur um að Trump ætlaði sér að hækka tolla þá tilkynnti hann um aðgerðirnar í gær. Að sögn Trumps verður 25% tollur á stál og 10% á ál lagður á innfluttar vörur í næstu viku. Mörg ríki hafa brugðist hart við, svo sem Kanada, Ástralía, Mexíkó og Kína. 

AFP

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 1,7% eftir að tilkynnt var um þetta í gærkvöldi og í Tókýó lækkaði Nikkei vísitalan um 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK