CCP hagnaðist um 340 milljónir króna

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson

Íslenski tölvu­leikja­fram­leiðand­inn CCP hagnaðist um tæp­lega 3,4 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala á ár­inu 2017. Upp­hæðin jafn­gild­ir 340 millj­ón­um ís­lenskra króna. Hagnaður CCP árið á und­an var 21,4 millj­ón­ir dala (2,2 ma.kr.) en fyr­ir­tækið réðst í mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á síðasta ári. 

Þetta kem­ur fram í árs­upp­gjöri CCP sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins dróg­ust sam­an um 14% á milli ára. Tekj­urn­ar námu tæp­lega 69,6 millj­ón­um dala (7 ma.kr.) árið 2017 sam­an­borið við 81,1 millj­ón dala (8,2 ma.kr.) árið 2016. 

Sam­kvæmt upp­gjör­inu jókst rekst­ar­kostnaður CCP tölu­vert, úr 53,2 millj­ón­um dala (5,4 ma.kr.) í 71,8 millj­ón­ir dala (7,2 ma.kr.) en kostnaðar­auk­ann má að miklu leyti rekja til ein­skipt­is­kostnaðar vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar. Útgjöld til rann­sókn­ar og þró­un­ar voru 18 millj­ón­ir dala árið 2016 en 31,3 millj­ón­ir dala á ár­inu 2017. 

EBITDA var 22 millj­ón­ir dala (2,2 ma.kr.) á ár­inu 2017 sam­an­borið við 38,9 millj­ón­ir dala (3,9 ma.kr.) árið 2016. Eig­in­fjár­hlut­fall CCP í lok árs 2017 var 58,9%. Þá komu geng­is­breyt­ing­ar til hækk­un­ar á hagnaði fyr­ir skatta sem nem­ur 1,9 millj­ón­um dala, eða rúmri 191 millj­ón króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka