Leyfi Eykon til olíuvinnslu afturkallað

Við undirritun leyfa vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu …
Við undirritun leyfa vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu árið 2013. Styrmir Kári

Orku­stofn­un hef­ur aft­ur­kallað leyfi Ey­kon engery ehf. til olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu, en það er mat stofn­un­ar­inn­ar að fyr­ir­tækið upp­fylli ekki skil­yrði kol­vetn­islaga um tækni­lega né fjár­hags­lega getu til að tak­ast eitt á við kröf­ur og skil­mála leyf­is­ins eða vera rekstr­araðili þess.

Í janú­ar var greint frá því að kín­verska olíu­fyr­ir­tækið CNOOC og norska olíu­fé­lagið Pet­oro hefðu dregið sig út úr leyfi til olíu­vinnslu á svæðinu. Á vefsíðu Orku­stofn­un­ar seg­ir að Ey­kon hafi verið kynnt þessi niðurstaða og hafi fé­lagið farið fram á að fá sér­stak­an frest til að finna nýja rekstr­araðila til sam­starfs um olíu­leit.

Drekasvæðið.
Dreka­svæðið. mbl.is/​KG

Orku­stofn­un seg­ir að það myndi hins veg­ar brjóta í bága við jafn­ræðis­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins og ákvæði kol­vetn­islaga, að veita nýj­um aðila for­gang að sér­leyfi á Dreka­svæðinu, án aug­lýs­ing­ar. Hafi Ey­kon verið gerð grein fyr­ir því að finni fé­lagið sam­starfsaðila eða ef aðrir áhugaaðilar um leit og vinnslu kol­vetna á Dreka­svæðinu óski eft­ir sér­leyfi muni Orku­stofn­un ígrunda að birta aug­lýs­ingu um skil­mála nýrra leyfa á lög­form­leg­an hátt.

Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy.
Gunn­laug­ur Jóns­son, for­stjóri Ey­kon Energy. Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka