Viðskipti með hlutabréf í Kviku banka hófust í dag á First North Iceland. Kvika er fyrsti bankinn sem er skráður á markað á Íslandi frá fjármálakreppunni.
Þetta kemur fram í tillkynningu frá Kauphöllinni. Þar segir að félagið sé það fyrsta sem er tekið til viðskipta á Nasdaq Iceland í ár.
Kvika er viðskiptabanki sem leggur áherslu á fjárfestingabankastarfsemi. Tekjusvið bankans eru eignastýring, fyrirtækjaráðgjöf, fyrirtækjasvið og markaðsviðskipti.
Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að skráningin hafi verið rökrétt skref þar sem undanfarið hafi verið mikill áhugi á hlutabréfum í bankanum og framtíðaráætlunum hans.