Facebook til rannsóknar vegna gagnalekans

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur verið hljóður frá því að …
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur verið hljóður frá því að fréttir voru fyrst fluttar af málinu. AFP

Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna rannsakar hvort að tæknirisinn Facebook hafi brotið gegn ákvæðum sáttargerðar frá árinu 2011 þegar persónuupplýsingar milljóna notenda voru notaðar til þess að hafa áhrif á síðustu forsetakosningar. Þetta herma heimildir fréttastofu Bloomberg. 

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um 50 millj­óna manna af Face­book munu hafa verið nýtt­ar, án þeirr­ar vitn­eskju, til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjós­end­ur.

Í frétt Bloomberg er vísað til sáttar Facebook og bandaríska samkeppniseftirlitsins árið 2011 sem felur meðal annars í sér að Facebook þurfi að fá samþykki frá notendum til þess að gera breytingar á sumum friðhelgisstillingum. Sáttin var niðurstaða í dómsmáli sem snerist um að notendur samfélagsmiðilsins væru blekktir til þess að deila meira af upplýsingum en þeir vildu. 

Komi í ljós að Facebook hafi gerst brotlegt hefur samkeppniseftirlitið heimild til þess að sekta það um þúsundir Bandaríkjadala fyrir hvert brot. 

Hneykslið hefur vakið upp spurningar beggja vegna Atlantshafsins. Viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði í gær eftir úttekt á því hvernig persónuupplýsingar á Facebook væru notaðar og formaður breskrar þingnefndar óskaði eftir því að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, kæmi fyrir nefndina til þess að svara fyrir málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK