Vilja leita á skrifstofum Cambridge

Canary Wharf-hverfið í London.
Canary Wharf-hverfið í London. AFP

Breska upplýsinganefndin hefur sótt um leitarheimild til þess að leita á skrifstofum ráðgjafarfyrirtækisins Cambridge Analytica í London. 

Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa nýtt per­sónu­upp­lýs­ing­ar Face­book-not­enda til að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um 50 millj­óna manna af Face­book munu hafa verið nýtt­ar, án þeirr­ar vitn­eskju, til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjós­end­ur.

Einnig náðust stjórnendur fyrirtækisins á upptöku þar sem þeir stungu upp á því að nota gildrur og mútuboð til þess að niðurlægja stjórnmálamenn. Í upptöku sem Channel 4 birti í gær má heyra forstjóra Cambridge Analytica, Alexander Nix, segja við blaðamann í dulargervi, að ein leið til þess að niðurlægja stjórnmálamann sé að bjóða honum mútur og taka það upp í leyni. Þá segir hann að hægt sé að senda stúlkur að húsi stjórnmálamanna og bætir við að úkraínskar stúlkur séu tilvaldar til þess. 

Cambridge Analytica hefur neitað sök og telur fréttaflutning afskræma staðreyndir málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK