Stærsta fjárfesting Íslendinga í Kína

Við undirskrift samstarfssamningsins.
Við undirskrift samstarfssamningsins. mbl.is/Hari

Arctic Green Energy og Sinopec Green Energy Geothermal hafa tryggt sér fjármögnun upp á 250 milljónir Bandaríkjadala frá Þróunarbanka Asíu til áframhaldandi stækkunar á verkefnum í Kína sem snúa að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol, olíu og gas til húshitunar og loftkælingar. 

Skrifað var undir samstarfssamning í Gamla bíó í dag. Þar kom fram að um sé að ræða stærstu fjárfestingu Íslendinga í Kína og að yfirlýst markmið beggja aðila sé að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. 

Arctic Green Energy er íslenskt félag sem stofnað var til að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu með íslensku hugviti og þekkingu. Sinopec Green Energy var stofnað árið 2006 og er í eigu Arctic Green Energy og kínverska félagsins Sinopec sem er þriðja stærsta fyrirtæki heims. SGE er stærsta jarðhitaveita heims með 328 hitaveitustöðvar í um 40 borgum og sýslum í Kína. 

Þróunarbanki Asíu var stofnaður árið 1966. Hann er í eigu 67 þjóðlanda en Ísland er ekki eitt þeirra. 

Greint var frá samstarfsverkefni Arctic Green Energy og Sinopec í Morgunblaðinu síðastliðið vor. Undir merkum Sinopec Green Energy munu þau koma að uppbyggingu eins stærsta jarðhitaverkefnis sögunnar í nýrri risaborg í Kína. Borg­in heit­ir Xi­ong'­an og er áætlað að þar og í ná­granna­borg­inni Pek­ing muni alls búa 130 millj­ón­ir manna.

Horfa til Kasakstan

Haft var eftir Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni AGE, að húshitun og loftkæling muni ráða úrslitum í baráttunni gegn loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. „Fjármögnunin frá Þróunarbanka Asíu gerir okkur kleift að efla baráttuna gegn loftmengun ásamt því að veita Kínverjum húshitun. Við sjáum bankann sem samstarfsaðila til lengri tíma og hlökkum til að starfa með honum í öðrum Asíulöndum eins og Kasakstan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK