Valgerður ráðin yfir Framtíðina

Valgerður Halldórsdóttir.
Valgerður Halldórsdóttir. Ljósmynd/Eva Lind

Valgerður Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Framtíðarinnar. Hjá Framtíðinni mun Valgerður sinna daglegum rekstri félagsins og bera ábyrgð á stefnumótun, viðskiptaþróun og markaðsmálum.

Valgerður kemur til Framtíðarinnar frá Visku, þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri. Hún var áður í framkvæmdastjórn Plain Vanilla og stýrði skrifstofu félagsins í New York. Þá leikstýrði hún og framleiddi kvikmyndina The Startup Kids árið 2012, ásamt því að stofna tvö önnur sprotafyrirtæki og framleiða borðspil. Valgerður hefur setið í stjórn Saga Film frá árinu 2015. Hún lauk BSc námi i iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008.

Framtíðin er fjártæknifyrirtæki sem býður upp á námslán, húsnæðislán og almenn lán. Félagið er í eigu sjóðs í stýringu hjá GAMMA og hefur hlotið skráningu sem lánveitandi hjá Fjármálaeftirlitinu í samræmi við lög um fasteignalán til neytenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK