Kína undirbýr tolla á bandarískar vörur

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur víða í Asíu lækkuðu í dag.
Hluta­bréfa­vísi­töl­ur víða í Asíu lækkuðu í dag. AFP

Stjórnvöld í Kína hafa lagt drög að tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem svar við áformum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að leggja 25% innflutningstoll á innfluttar vörur frá Kína. 

Donald Trump kynnti áformin í gær og voru stjórnvöld í Kína fljót að bregðast við. Financial Times greinir frá því að í bígerð séu tollar á 128 bandarískar vörur, meðal annars 15% tollur á stálpípur, ávexti og vín, og 25% tollur á svínakjöt og endurunnið ál. Virði bandarísku varanna sem tollarnir ná yfir er metið 3 milljarðar Bandaríkjadala. 

Kínverska sendiráðið í Washington gat út tilkynningu vegna málsins. Í tilkynningunni segir að Kína muni berjast fyrir lögmætum hagsmunum sínum með öllum nauðsynlegum ráðum. 

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur víða í Asíu lækkuðu í dag. Jap­anska Nikk­ei-vísi­tal­an lækkaði um 4,51% og hef­ur nú ekki verið lægri frá því í októ­ber á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK