Markaður fyrir 5 stjörnur á Íslandi

Lilja Karen Steinþórsdóttir sem hefur yfirsjón yfir Diamond Suites og …
Lilja Karen Steinþórsdóttir sem hefur yfirsjón yfir Diamond Suites og Steinþór Jónsson hótelstjóri.

„Það er mjög ánægju­legt að Ísland skuli vera að taka við sér í lúx­us­gist­ingu. Þessi aukn­ing mun styrkja okk­ur frek­ar en veikja. Nú get­ur fólk farið að stóla á Ísland sem lúxus­áfangastað,“ seg­ir Steinþór Jóns­son, eig­andi og hót­el­stjóri á Hót­el Kefla­vík og Diamond Suites.

Morg­un­blaðið greindi í gær frá því að nýtt fimm stjörnu lúx­us­hót­el hefði verið opnað í Bláa lón­inu á páska­dag. Tvö ár eru síðan Steinþór og fjöl­skylda hans opnuðu Diamond Suites á efstu hæð Hót­els Kefla­vík­ur þar sem gest­ir geta gengið að íburðar­mikl­um lúx­us­svít­um og fyrsta flokks þjón­ustu. Eft­ir­spurn virðist vera eft­ir slíkri gist­ingu. Steinþór fagn­ar því að fleiri komi inn á markaðinn og lít­ur björt­um aug­um fram á veg­inn.

Vilja aðeins það besta

„Sum­arið lít­ur vel út en það er líka mjög já­kvætt að fólk er farið að koma á öll­um tím­um árs­ins. Það styrk­ir okk­ur að tíma­bilið leng­ist,“ seg­ir hót­el­stjór­inn sem er að hefja end­ur­bæt­ur á hót­el­inu. Eld­húsið fær yf­ir­haln­ingu og opna á nýj­an veit­ingastað sem stenst kröf­ur fimm stjörnu gest­anna auk þess sem taka á sex her­bergi á Hót­el Kefla­vík í gegn.

„Það hef­ur reynst vera þörf fyr­ir fimm stjörnu hót­el. Það eru aðilar sem koma og vilja aðeins það besta sem í boði er hverju sinni. Það er líka skemmti­legt frá að segja að gest­ir á Diamond Suites dvelja leng­ur en gest­irn­ir á fjög­urra stjörnu hót­el­inu, allt frá þrem­ur dög­um og upp í viku. Marg­ir vilja vera við flug­völl­inn, vita kannski af vél­inni sinni uppi á velli. Það skipt­ir engu máli hvort það er frægt fólk eða prins frá Sádi-Ar­ab­íu eða hvaðeina. Þess­ir gest­ir hafa all­ir verið mjög sátt­ir með mót­tök­urn­ar enda færðu hvergi eins fjöl­skyldu­stemn­ingu og hjá okk­ur. Það ger­ir meira fyr­ir mig að heyra að þetta fólk sé ánægt en þegar það geng­ur frá greiðslunni.“

Diamond Suites í Keflavík.
Diamond Suites í Kefla­vík.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK