Skaðabótakrafa Drífu ehf. á hendur Isavia er nú vel á annan milljarð króna. Drífa rekur meðal annars Icewear-verslanirnar.
Þetta kemur fram í nýjum ársreikingi Isavia, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Drífa hafi árið 2015 höfðað dómsmál á hendur Isavia þar sem krafist var skaðabóta „vegna meints tjóns í tengslum við framkvæmd forvals vegna leigu verslunarrýmis á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar“.
„Dómnefnd forvalsins taldi tilboð annars bjóðanda hagstæðara en tilboð Drífu ehf. Stefnufjárhæð í málinu er nú um 1,5 milljarðar króna. Isavia ohf. telur að í öllu hafi rétt verið staðið að forvalinu og að málatilbúnaður Drífu ehf. sé tilhæfulaus,“ segir í ársskýrslunni.