Wozniak segir skilið við Facebook

Steve Wozniak tók þátt í því að stofna tæknirisann Apple.
Steve Wozniak tók þátt í því að stofna tæknirisann Apple. AFP

Steve Wozniak, meðstofnandi Apple, ætlar að hætta á Facebook vegna áhyggja af því hvernig samfélagsmiðillinn fer með persónuupplýsingar notenda sinna. 

Fréttavefur CNBC greinir frá og byggir á svari Wozniaks til USA Today. „Notendur upplýsa Facebook um hvert einasta smáatriði í lífi þeirra og Facebook hagnast verulega á þessum upplýsingum gegnum auglýsingatekjur,“ sagði Wozniak. „Hagnaðurinn er byggður á upplýsingum um notendur sem sjá sjálfir ekki krónu af honum.“

Wozniak sagði að hann myndi frekar borga fyrir Facebook en að láta fyrirtækið notfæra sér persónuupplýsingar sínar í hagnaðarskyni og hrósaði hann Apple fyrir að bera virðingu fyrir einkalífi fólks. 

„Apple hagnast á góðum vörum, ekki notendum,“ sagði hann. „Eins og sagt er, á Facebook ert þú sjálfur varan.“

Facebook hefur legið undir harðri gagnrýni eftir að upp komst að fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lytica hefði nýtt per­sónu­upp­lýs­ing­ar Face­book not­enda til að reyna að fá ókveðna kjós­end­ur til að kjósa Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um haustið 2016.

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um 50 millj­óna manna af Face­book voru nýtt­ar, án þeirr­a vitn­eskju, til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjós­end­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK