Áfram beint flug til Bremen

Ráðhúsið í Bremen.
Ráðhúsið í Bremen. Photo: Wikipedia/Pedelecs

Þýska flugfélagið Germania hefur ákveðið að bjóða áfram beint flug milli Keflavíkur og Bremen í sumar og haust, þriðja árið í röð. Frá miðjum júní fram í miðjan október mun Germania fljúga tvisvar í viku til Bremen. Flugferðin tekur þrjár og hálfa klukkustund.

Í fréttatilkynningu segir að fargjaldið sé frá 7.400 krónum. Þar kemur einnig fram að Bremen sé tilvalinn áfangastaður til stuttrar borgarferðar. Þar megi m.a. finna byggingar á heimsminjaskrá UNESCO. Þá sé verðlagið hagstætt. 

„Þrátt fyrir ys og þys stórborgarinnar má finna fjölda grænna svæða í Bremen, þar á meðal skrúðgarðinn Bürgerpark, sem byrjar rétt hjá aðaljárnbrautarstöðinni og teygir sig alla leið að borgarmörkunum. Rhododendron-garðurinn og grasagarðurinn botanika gera einnig borgina grænni og opnari,“ segir m.a. í tilkynningunni.

„Á alþjóðavísu er Bremen ekki síst þekkt fyrir bruggverksmiðjuna Beck’s, sem var stofnuð árið 1873. Kynnisferð um verksmiðjuna og bjórsmökkun í lokin verður oft hápunkturinn í Brimaheimsókn ferðamanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK