Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Brims, hef­ur keypt 34,1% eign­ar­hlut Kristjáns Lofts­son­ar og Hall­dórs Teits­son­ar í HB Granda.

Heild­ar­upp­hæð viðskipt­anna nem­ur tæp­lega 21,7 millj­örðum króna.

Kristján og Hall­dór eru báðir stjórn­ar­menn í HB Granda. Þeir áttu eign­ar­hlut­inn í gegn­um fé­lög­in Vog­un hf. og Fiski­veiðahluta­fé­lagið Ven­us hf.

Vog­un hf. átti tæp­ar 611 millj­ón­ir hluta í HB Granda og Fiski­veiðihluta­fé­lagið Ven­us hf. átti tæp­lega 9,1 millj­ón hluta.

Kaup­verðið var 35 krón­ur á hlut.

Eft­ir viðskipt­in á Kristján Lofts­son, sem er einnig stjórn­ar­formaður Hvals hf., 249 þúsund hluti í HB Granda en Hall­dór eng­an.

Guðmund­ur á aft­ur á móti 621.365.864 hluti í HB Granda. 

Fram kem­ur í at­huga­semd­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að af­hend­ing hlut­anna skuli fara fram inn­an 30 daga við greiðslu kaup­verðs.

Kristján Loftsson.
Kristján Lofts­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK