Íslendingar þéna mest á Airbnb

Íslendingar leigja að jafnaði út fasteignir sínar í 62 daga …
Íslendingar leigja að jafnaði út fasteignir sínar í 62 daga á ári og eru meðaltekjur þeirra af útleigunni um 1,2 milljón á ári. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslenskir Airbnb leigusalar hafa meira upp úr útleigunni en leigusalar annarra þjóða. Námu meðaltekjur íslenskra leigusala hjá Airbnb 1,2 milljón í fyrra að því er fram kemur í frétt á ferðavefnum Túristi.is

Útbreiðsla Airbnb hefur verið hröð síðustu ár og er nú hægt að leigja íbúðir í gegnum þetta bandaríska fyrirtæki í 191 landi. Hvergi hafa heimamenn þó eins mikið upp úr leigustarfseminni og á Íslandi.

Í fyrra námu tekjur íslensku leigusalanna að jafnaði 1.211.679 kr. Meðaltaltekjur Airbnb leigusala í um 80 löndum voru hins vegar rétt um 275 þúsund krónur samkvæmt samantekt Túrista sem byggð er á upplýsingum sem nálgast má á heimasíðu Airbnb. „Þess ber að geta að í Airbnb talar ekki um meðaltekjur heldur „Typical host income” sem þýða mætti sem tekjur dæmigerðs gestgjafa,“ að því er segir í fréttinni.

Japanir fylgja á hæla Íslendinga og Bandaríkjamenn eru í þriðja sætinu. Sú Evrópuþjóð sem kemur næst á eftir Íslendingum eru Maltverjar, sem eru í fimmta sæti listans, en leigutekjur þeirra frá Airbnb eru um helmingi lægri en gengur og gerist hér á landi.

Á hinum Norðurlöndunum eru árstekjur leigusala vegna skammtímaleigu í gegnum bandaríska fyrirtækið í öllum tilvikum innan við 300 þúsund krónur.

Túristi segir Íslendingana að jafnaði hafa leigt út fasteignir sínar í 62 daga á ári, en núgildandi reglur um skammtímaleigu kveða á um að skammtímaleiga flokkist leiga sem er undir 90 dögum á ári og þar sem tekjur af leigustarfseminni fara ekki yfir 2 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka