Möguleg þíða í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína

Mnuchin gat ekki tilgreint hvenær gæti orðið af ferðalagi hans …
Mnuchin gat ekki tilgreint hvenær gæti orðið af ferðalagi hans til Kína. Í Peking var hugmyndinni vel tekið. AFP

Steven Mnuchin, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, sagði blaðamönn­um á laug­ar­dag að hann væri að íhuga heim­sókn til Kína. Kvaðst hann vera „hóf­lega bjart­sýnn“ um að þjóðirn­ar tvær gætu kom­ist að sam­komu­lagi um að binda enda á þær viðskipta­deil­ur sem blossað hafa upp á milli þeirra á þessu ári.

Er talið senni­legt að Don­ald Trump vilji leggja tolla á allt að 150 millj­arða dala virði af vör­um sem Banda­ríkja­menn flytja inn frá Kína og hafa kín­versk stjórn­völd lofað að bregðast við með sam­svar­andi toll­um á banda­ríska fram­leiðslu.

Mnuchin gat ekki sagt hvenær hann hygðist ferðast til Kína né gat hann lofað að af heim­sókn­inni yrði. Að sögn Bloom­berg staðfesti viðskiptaráðuneyti Kína á sunnu­dag að stjórn­völd þar í landi vissu af mögu­legri heim­sókn full­trúa Banda­ríkja­stjórn­ar til að ræða um efna­hags- og viðskipta­mál og að slíku framaki yrði vel tekið af ráðamönn­um í Pek­ing.

Mnuchin, sem ræddi við blaðamenn í lok ráðstefnu AGS í Washingt­on um helg­ina, þótti gefa í skyn að „sam­tal“ ætti sér stað á milli kín­verskra og banda­rískra stjórn­valda um að leysa úr viðskipta­deil­un­um. Að sögn South China Morn­ing Post hafa stjórn­völd í Pek­ing hins veg­ar neitað því staðfast­lega að Kína og Banda­rík­in eigi í samn­ingaviðræðum um tolla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK