Radisson RED opnar í Reykjavík

Radisson Blu 1919, eitt þriggja Radisson-hótela á Íslandi. Radisson RED …
Radisson Blu 1919, eitt þriggja Radisson-hótela á Íslandi. Radisson RED verður það fjórða en hótelið opnar í miðborg Reykjavíkur árið 2020. Mynd/Radisson Blu 1919

Fyrsta Radisson RED-hótelið á Norðurlöndunum verður opnað í Reykjavík árið 2020. Hótelið er hluti af Radisson Hotel Group-samsteypunni og í hæsta gæðaflokki hótelkeðjunnar.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum nýja Radisson RED-vörumerkið okkar í Reykjavík, þar sem ferðamennskan blómstrar í umhverfi stórkostlegs borgarlífs og náttúrufegurðar,“ er haft eftir Elie Younes, varaframkvæmdastjóra og þróunarstjóra Radisson Hotel Group, í tilkynningu.

Radisson RED-hótel er meðal annars að finna í Brussel, Höfðaborg, Glasgow og Minneapolis. Radison RED-hótelið verður fjórða hótelið undir merkjum keðjunnar á Íslandi og bætist í hóp Radisson Blu 1919 í miðborginni, Radisson Blu Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur og Park Inn by Radisson í Keflavík.

Hótelið verður staðsett í miðbænum og áætlað er að það opni á vormánuðum 2020. Herbergin verða 195 talsins á 17 hæðum. 

„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi við Radisson Hotel Group um opnun nútímalegs og spennandi Radisson RED-hótels sem mun skarta stórbrotnu útsýni yfir borgina,“ er haft eftir Inga Guðjónssyni, stjórnarformanni Rauðsvíkur ehf. og S26 Hotel ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK