Óttast gervivísindi

Ari Edwald ræddi Samkeppniseftirlitið í morgunþættinum Ísland vaknar
Ari Edwald ræddi Samkeppniseftirlitið í morgunþættinum Ísland vaknar Þórður Arnar Þórðarson

Fyr­ir­lest­ur Ara Edwald á fundi Viðskiptaráðs í gær vakti mikla at­hygli. Þar tók hann dæmi um ákv­arðarn­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem hon­um finnst ekki stand­ast. Þannig hafi, í samruna Haga og Lyfju, því verið haldið fram að sam­einað fyr­ir­tæki væri með yf­ir­burðastöðu í snyrti­vör­um en litið fram­hjá Frí­höfn­inni í Leifs­stöð og stór­um aðilum á markaði á borð við Costco, auk net­versl­un­ar. Þetta muni verða til þess að ríkið selji Lyfju á mun lægra verði og missi þannig af mögu­lega millj­arði eða meira. 

Á fund­in­um var verið að kynna bæk­ling, Holl­ráð í sam­keppni, og Ari var einn nokk­urra sem var feng­inn til að halda hug­vekju um sam­keppn­is­mál, enda með tölu­verða reynslu í fyr­ir­tækja­rekstri. Hann seg­ir að sam­keppnis­eft­ir­lit ætti að vinna gegn lög­brot­um en ekki stýra hvernig at­vinnu­lífið sé byggt upp.

„Að stór­um hlut­um hef­ur mér fund­ist þetta gervi­v­ís­indi. Fyr­ir þá sem starfa á markaði eru þess­ar ákv­arðarn­ir mjög skrítn­ar,“ seg­ir Ari. “Hann tók dæmi af fjöl­miðlamarkaðnum, enda fyrr­ver­andi for­stjóri 365. „Sam­keppnis­eft­ir­litið leit þannig á að RÚV ætti ekk­ert í sam­keppni við Stöð 2. Samt var það þannig að við sem vor­um í for­svari fyr­ir þessi fyr­ir­tæki lit­um alltaf á að við vær­um í blóðugri sam­keppni.“ Hann sagði líka að um helm­ing­ur þeirra sem keyptu áskrift að íþrótta­efni keypti það frá SKY í Bretlandi, en ekki væri litið á það sem sam­keppn­isaðila.

Ari tók sem dæmi sím­ann sinn. Þar er hann með á sama stað 365, Sjón­varp Sím­ans og Net­flix. „Þarna er þetta allt á 5,5 tomm­um en samt er það ennþá þannig að Sam­keppnis­eft­ir­litið lít­ur þannig á að Net­flix sé ekki í sam­keppni.“ Hann seg­ir að eft­ir­litið líti hins­veg­ar á að Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið séu á sama markaði, þótt annað þeirra sé fríblað. Því sé ekki þannig háttað ann­arstaðar.

Hann sagði líka nokkuð ljóst að fyr­ir­tæki óttuðust Sam­keppnis­eft­ir­litið. Þannig hefði verið fá­mennt á fundi Viðskiptaráðs þar sem Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, sat fyr­ir svör­um og fólk gat sent inn spurn­ing­ar nafn­laust. „Það var eins og menn væru að setja skot­skífu á ennið á sér með því að spyrja óþægi­legra spurn­inga.“

Ari seg­ir að víða um heim sé áhersl­an á að lít­il markaðssvæði geti mynda fyr­ir­tæki sem geti keppt við aljþjóðlega risa. Sú sé ekki raun­in á Íslandi.

Hægt er að sjá viðtalið við Ara hér og hlusta á all­an þátt­inn og sjá önn­ur brot á K100.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK