World Class vex um 10% á ári

Björn Leifsson segir að félagar í WorldClass séu meira en …
Björn Leifsson segir að félagar í WorldClass séu meira en 40 þúsund. mbl.is/​Hari

Á síðasta ári var rekstrarhagnaður líkamsræktarkeðjunnar World Class um 805 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta nam um 500 milljónum, að sögn Björns Leifssonar framkvæmdastjóra. Veltan á meðlimakortunum var að hans sögn tæpir þrír milljarðar.

Björn segir að rekstur World Class hafi gengið ótrúlega vel undanfarin tvö til þrjú ár, eins og hann orðar það. „Ég hef verið með yfir 10% aukningu á ári. Við erum í dag með yfir 40 þúsund meðlimi, sem eru um 12% þjóðarinnar, og 16% af höfuðborgarsvæðinu. Af þessari tölu eru áskriftarsamningar um 25 þúsund og um 20% korta eru skemmri tíma kort. Svo er töluvert af árskortum og fyrirtækjakortum.“

Er þetta ekki einhvers konar heimsmet miðað við höfðatölu?

„Jú, margfalt. Það er algengt erlendis að 9% almennings stundi heilsurækt.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK