Kínverjar kaupa íslenska vindtúrbínu

Ágúst Arnar Ágústsson, eigandi RH16.
Ágúst Arnar Ágústsson, eigandi RH16.

Kínverska tæknifyrirtækið Goldwind hefur keypt hugverkaréttinn að ferðatúrbínunni Trinity frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu RH16. Í tilkynningu kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál, en Goldwind vill setja Trinity á markað í Kína og mun RH16 veita ráðgjöf við það verkefni ásamt því að þróa nýjar tæknivörur.

Ágúst Arnar Ágústsson er eigandi RH16 og segir hann að Goldwind sé einn stærsti framleiðandi vindtúrbína í heiminum. „Stuttu eftir kynningu okkar á ferðatúrbínunni á síðasta ári höfðu þau samband og sýndu þessari hönnun okkar mikinn áhuga,“ segir hann.

Trinity er handhæg vindtúrbína sem rúmast t.d. í bakpoka eða tösku. Með tækinu geta notendur hlaðið raftæki með vindorku, nánast hvar sem þeir eru staddir.

Í tilkynningu er haft eftir Li Qi, fulltrúa Goldwind, að fyrirtækið hafi lengi unnið að því að gera vindorku meðfærilegri í notkun. „Með Trinity hefur verið stigið stórt skref í að gera ferðavindtúrbínur þægilegri og auðveldari í meðhöndlun og auk þess afkastameiri. Við erum bjartsýn á að Trinity verði vel tekið í Kína enda býður ferðatúrbínan upp á betri orkulausn fyrir einstaklinga.“

Trinity ferðatúrbínuna má brjóta saman og stinga í tösku.
Trinity ferðatúrbínuna má brjóta saman og stinga í tösku.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK