„Álið verður aftur nýtt“ er yfirskrift ársfundar Samáls sem fer fram í Hörpu. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is.
Fundurinn hófst í Kaldalóni kl. 8:30 og stendur til 10:00.
Fjallað verður um stöðu og horfur í áliðnaði á Íslandi og á heimsvísu. Rýnt er í tækifæri til að gera betur í söfnun, flokkun og endurvinnslu áls, og hönnunarteymi segja frá gerð nytjahluta úr áli í tilefni af endurvinnsluátaki áls í sprittkertum.
Meðal þeirra sem munu vera með ávörp á fundinum eru þau Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU, en Hughes mun fjalla um horfur í áliðnaði á heimsvísu.
Nánari upplýsingar um fundinn er að finna hér.