Arion banki á markað á Íslandi og í Svíþjóð

Arion banki hyggist efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum. Jafnframt er ætlunin að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem bankinn sendi frá sér snemma í morgun.

Í henni kemur fram að stefnt sé að því að skráning hlutabréfa í bankanum hjá Nasdaq á Íslandi og skráning hlutabréfa í formi svokallaðra SDR (e. Swedish Depository Receipts) hjá Nasdaq í Stokkhólmi fari fram á fyrri hluta ársins að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi.

Í ítarlegri tilkynningu um málið sem birt er á vef Arion banka er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra að stjórnendur bankans séu sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref í framþróun hans. Segir hann að Arion banki hafi verið endurreistur að fullu á undanförnum árum og sé nú „sterkur, arðbær og leiðandi banki á Íslandi“. Þá segir Höskuldur að með þessu skrefi verði Arion banki fyrsti íslenski bankinn sem skráður er á aðalmarkað Nastaq í yfir áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK