Byko áfrýjar til Landsréttar

Byko hefur áfrýjað málinu til Landsréttar.
Byko hefur áfrýjað málinu til Landsréttar.

Byko hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu.

Héraðsdómur staðfesti niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og dæmdi fyrirtækið til að greiða 400 milljóna króna sekt. Nefnd­in hafði áður dæmt það til þess að greiða 65 millj­ón­ir króna. 

„Niðurstaða héraðsdóms veldur vonbrigðum og við munum áfrýja dóminum til Landsréttar enda sannfærð um sakleysi fyrirtækisins. Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna,” segir í tilkynningu frá Sigurði B. Pálssyni, forstjóra Byko.

„Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK