Forkaupsréttur mun ekki gilda við frumskráningu

Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig …
Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig eru hluthafar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frumskráninguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið og Kaupþing hafa náð niður­stöðu um fram­kvæmd ákvæðis 3.6 í af­komu­skipta­samn­ingi ís­lenska rík­is­ins, Kaupþings hf. og dótt­ur­fé­lags þess, Kaupskila
ehf., frá 13. janú­ar 2016.
 Í ákvæðinu felst að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins við sölu hluta­bréfa í Ari­on banka skuli aðlagaður við skrán­ingu bank­ans á markað.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef ráðuneyt­is­ins.

Niðurstaðan fel­ur í sér að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins mun verða aðlagaður á þann hátt að hann muni ekki gilda við frum­skrán­ingu Ari­on banka á skipu­leg­an verðbréfa­markað sem Ari­on hef­ur til­kynnt um og sölu á hlut­um Kaupþings/​Kaupskila sem fyr­ir­huguð er í tengsl­um við skrán­ing­una. For­kaups­rétt­ur­inn mun hins veg­ar að öðru leyti standa óhaggaður eft­ir það.

Áskilið er að nú­ver­andi hlut­haf­ar í Ari­on banka, sem einnig eru hlut­haf­ar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frum­skrán­ing­una.

„Með fram­an­greindu er stuðlað að því mark­miði stöðug­leika­samn­inga rík­is­ins við Kaupþing frá 2016 að fé­lagið losi um hluti sína í Ari­on banka með skipu­leg­um hætti og í sam­ræmi við samn­ings­skyld­ur sín­ar,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.

Sölu­and­virði þeirra hluta­bréfa sem seld verða í tengsl­um við frum­skrán­ing­una verður greitt inn á skulda­bréf sem Kaupþing/​Kaupskil gaf út í tengl­um við stöðug­leika­samn­ing­ana. Eft­ir­stöðvar þess nema nú um 29 millj­örðum króna. 

Af­komu­skipta­samn­ing­ur­inn kveður á um að sölu­and­virði hluta­bréfa Kaupþings um­fram and­virði skulda­bréfs­ins skipt­ist milli rík­is­ins og Kaupþings í til­greind­um hlut­föll­um.

„Ríkið mun fylgj­ast grannt með skrán­ing­ar- og sölu­ferl­inu og mun til­nefna eft­ir­litsaðila sem mun fylgj­ast með og hafa aðgang að öll­um upp­lýs­ing­um og gögn­um sem varða ferlið,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins. „Tak­ist vel til við skrán­ingu Ari­on banka á markað yrði stigið mik­il­vægt skref í end­ur­skipu­lagn­ingu ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og í átt að dreifðara eign­ar­haldi Ari­on banka hf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK