Fór fram á gjaldþrotaskipti

Uppljóstrarinn Christopher Wylie, sem starfaði hjá Cambridge Analytica, segir fyrirtækið …
Uppljóstrarinn Christopher Wylie, sem starfaði hjá Cambridge Analytica, segir fyrirtækið hafa beitt sér í kosningunum í Bandaríkjunum. AFP

Breska fyrirtækið Cambridge Analytica hefur farið fram á gjaldþrotaskipti í Bandaríkjunum að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar.

Fyrirtækið hefur ítrekað komið við sögu í tengslum við kosningaspjöll í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

Fyr­ir­tækið er m.a. sagt hafa haldið úti aug­lýs­inga­her­ferðum sem voru ætlaðar til þess að draga úr kosn­ingaþátt­töku ákveðins hóps kjós­enda í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um. Þetta full­yrti Christoph­er Wylie, upp­ljóstr­ar­inn sem greindi frá því að Cambridge Ana­lytica hefði nýtt sér per­sónu­upp­lýs­ing­ar millj­óna Face­book-not­enda til að aðstoða Don­ald Trump að hafa sig­ur í kosn­ing­un­um, í yf­ir­heyrslu hjá dóms­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings.

Talsmaður fyrirtækisins greindi frá því snemma í maí að það hygðist loka starfsstöðvum sínum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK