Hlutur íslensks áls í rafbílaflotanum að aukast

Álstangir hjá Rio Tinto í straumsvík.
Álstangir hjá Rio Tinto í straumsvík. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Álfyrirtækið Rio Tinto í Straumsvík í Hafnarfirði, hóf í byrjun þessa árs framleiðslu á stuttum álstöngum – meira unnum afurðum en þær lengri, sem nýtast í fleiri þætti við framleiðslu bíla í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri steypuskála, segir í samtali við Morgunblaðið að með nýrri framleiðslutækni séu álstangirnar nú notaðar í ríkari mæli en áður í framleiðslu bíla, í þeim tilgangi að gera þá léttari og þar með langdrægari.

„Það er alltaf verið að auka hlutfall áls í bílunum til að létta þá og þar með minnka eyðslu og mengun þeirra. Álstangirnar sem við framleiðum hafa verið mest notaðar í byggingariðnaðinum, í glugga- og hurðaprófíla, en núna fara um 10% framleiðslunnar í bíla,“ segir Árni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK