Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun í lok október hefja beint áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til Rómar á Ítalíu.
Þetta staðfestir fulltrúi Norwegian í samtali við fréttavefinn Túrista. „Við trúum því að þessari flugleið verði vel tekið af Íslendingum og Ítölum,” segir Astrid Mannion-Gibson í samtali við Túrista.
Í fréttinni segir að flogið verði beint á milli Keflavíkurflugvallar og Rómar alla fimmtudaga og sunnudaga. Þotur flugfélagsins taki á loft rétt fyrir hádegi en frá Róm sé flogið klukkan sjö að morgni. Ódýrustu fargjöldin kosta ellefu þúsund krónur.