Herbergjanýting hríðfellur

Herbergjanýting í apríl 2018 var 54,7%, sem er lækkun um 11,3 prósentustig frá apríl 2017 þegar hún var 66%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,3% mælt í fjölda herbergja.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands en þar kemur jafnframt fram að nýtingin í apríl hafi verið best á höfuðborgarsvæðinu, eða 65,7%.

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðumí apríl voru 534.700 samanborið við 576.600 í sama mánuði í fyrra. Það jafngildir 7% fækkun á milli ára. Gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum voru 276.300, sem er 6% samdráttur frá sama mánuði árið áður. Um 63% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 175.000.

Um 84% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn. Erlendum gistinóttum fækkaði um 7% frá apríl í fyrra en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%. Á tólf mánaða tímabili, frá maí 2017 til apríl 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.280.700 sem er 4% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 344.700, gistinætur í gegnum vefsíður á borð við Airbnb 97.700, og 92.300 á öðrum tegundum gististaða. Til viðbótar voru gistinætur erlendra ferðamanna utan hefðbundinna gististaða áætlaðar 27.700 í apríl, þar af 11.600 í bílum og 16.100 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK