Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, var með 2,6 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Stykkishólmi var með 2,5 milljónir í tekjur á mánuði.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, var með 2,4 milljónir í tekjur í fyrra og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, var með 2,3 milljónir í tekjur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var með 2 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, var einnig með 2 milljónir á mánuði í fyrra.