Róbert Wessman forstjóri Alvogen var með 26,9 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði DV. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar var með 10.776 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði DV.
Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, var með 8,4 milljónir króna í tekjur í fyrra.
Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður Ilta Investments og fyrrverandi forstjóri Kviku var með rúmar 7,9 milljónir á mánuði.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var með 7,8 milljónir í tekjur á mánuði og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskip var með 6,1 milljón í tekjur.