Milljarðaþrot vegna útrásar Pennans

Skipt­um á þrota­búi AN Hold­ing er lokið en fé­lagið var í eigu Penn­ans og tengd­ist út­rás fyr­ir­tæk­is­ins. Niðurstaðan var sú að eng­ar eign­ir feng­ust upp í lýst­ar kröf­ur sem námu rúm­um þrem­ur millj­örðum.

Greint er frá skipta­lok­un­um í Lög­birt­ing­ar­blaðinu en þar kem­ur fram að lýst­ar kröf­ur hafi verið tæp­lega 3,2 millj­arðar króna. 

Krist­inn Vil­bergs­son og Þórður Kol­beins­son leiddu hóp fjár­festa sem keyptu Penn­ann árið 2005 og í kjöl­farið var sótt inn á er­lenda markaði. Árið 2006 festi það kaup á 73% hlut á lett­neska skrif­stofu­fyr­ir­tæk­inu AN Office og sama ár keypti fé­lagið finnska skrif­stofu­fyr­ir­tækið Tamore. 

Penn­inn keypt síðan tvö önn­ur fyr­ir­tæki í Lett­landi; kaffifram­leiðslu­fyr­ir­tækið Melna Kafija og hús­gagna­fyr­ir­tækið Coppa. Í árs­byrj­un 2009 störfuðu 2.500 manns í sjö lönd­um hjá fyr­ir­tæk­inu.

AN Hold­ing var tekið yfir af skila­nefnd Spari­sjóðabank­ans (áður Icebank). Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir árið 2016 er skráður eign­ar­hlut­ur í einu dótt­ur­fé­lagi, SIA Aigas Hold­ing í Lett­landi. Nafn­verðið er tæp­lega 14 millj­ón­ir evra en bók­fært verð núll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK