85% ætla að endurnýja kort í Costco

Fólk á göngum Costco.
Fólk á göngum Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 85% korthafa hjá versluninni Costco í Kauptúni ætla að endurnýja meðlimakortin sín.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Af þeim sem hafa aldrei átt kort segjast 5% ætla að kaupa sér kort á næsta hálfa árinu.

Í könnuninni kemur fram að 58% fólks á landsbyggðinni eiga kort í Costco.

Þar kemur einnig fram að 67% Íslendinga eiga eða hafa átt kort í Costco.

Af þeim sem eiga eða hafa átt kort eru flestir á aldrinum 35 til 64 ára.

Costco.
Costco. mbl.is/Hanna

Um 59% fólks á aldrinum 18 til 34 ára segjast eiga eða hafa átt kort.

Um 77% fjölskyldna með samanlagt milljón krónur eða meira í laun á mánuði hafa eða eiga kort.

Fram kemur í könnuninni að ríflega 17% Reykvíkinga segjast ekki ætla að endurnýja meðlimakortið sitt í Costco.

Þegar niðurstöður könnunarinnar eru dregnar saman má áætla að korthöfum hjá Costco fækki um 10 til 15% á milli ára, að því er Viðskiptablaðið greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK