Vara við 700 milljóna verri afkomu

Gert er ráð fyrir að hagnaður VÍS dragist saman um …
Gert er ráð fyrir að hagnaður VÍS dragist saman um 700 milljónir miðað við áætlun vegna stórtjóna á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vátryggingafélag Íslands sendi í kvöld frá sér afkomuviðvörun vegna uppgjörs á öðrum ársfjórðungi. Gerir félagið ráð fyrir að afkoman verði alls um 700 milljónum króna lakari fyrir skatta en afkomuspá hafði gert ráð fyrir. Helstu ástæður eru sagðar vera aukinn tjónaþungi og stórt brunatjón í Perlunni, en áður hafði verið gerð grein fyrir áhrifum brunans í Miðhrauni á afkomuna.

Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að hagnaður félagsins verði 92 milljónir króna í stað 792 milljóna sem áður hafði verið áætlað.

Segir að afar óvenjulegt sé að tvö stórtjón af þessari stærðargráðu sem félagið varð fyrir verði á sama árinu, hvað þá á sama ársfjórðungi. Segir félagið bæði tjónin af umfangi sem ekki hafi sést hjá VÍS síðan í óveðrinu í mars árið 2015 og í Skeifubrunanum sumarið 2014.

Bruninn í Miðhrauni kostar félagið talsvert.
Bruninn í Miðhrauni kostar félagið talsvert. mbl.is/RAX
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti slökkvistarfi við Perluna fyrr …
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti slökkvistarfi við Perluna fyrr í ár. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK