Þrír menn hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir innherjasvik í viðskiptum sem tengjast Icelandair. RÚV greinir frá þessu.
Í frétt RÚV segir að einn hinna ákærðu hafi verið forstöðumaður hjá Icelandair og skráður fruminnherji. Enn fremur kemur fram í fréttinni að fyrirtæki í eigu eins hinna ákærðu hafi hagnast um tæplega 25 milljónir á viðskiptunum sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári en á þeim tíma gaf Icelandair út afkomuviðvörun.
Þá segir í ákærunni, að því er fram kemur í frétt RÚV, að starfsmenn héraðssaksóknara hafi við húsleit hjá einum mannanna fundið þrjár milljónir í reiðufé.
Ítarlega frétt RÚV má í heild lesa hér.