Öllum verslunum Toys 'R' Us lokað

Útsala í verslun Toys 'R' Us í New York í …
Útsala í verslun Toys 'R' Us í New York í byrjun júní. AFP

Á föstudag verður síðustu 200 verslunum Toys 'R' Us lokað í Bandaríkjunum. Leikfangakeðjan lýsti sig gjaldþrota í september en hafði þá enn vonir um að geta snúið rekstrinum til betra horfs. En eftir mjög slæma sölu í kringum jólin runnu þær vonir út í sandinn.

Í mars var því tilkynnt að öllum verslunum fyrirtækisins í Bandaríkjunum yrði lokað en þær voru þá 735 talsins, að því er fram kemur í frétt CNN.

Fyrirtækið var stofnað fyrir sjötíu árum og verður starfsemi haldið áfram í nokkrum löndum, að því er CNN greinir frá. 

Í fréttinni kemur fram að starfsmenn leikfangakveðjunnar hafi verið mjög ósáttir við að fá aðeins 60 daga uppsagnarfrest. Þeir hafa mótmælt opinberlega og í þessari viku hefur verið boðað til annarra mótmæla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK