Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.
Charlotte er sænsk en hefur starfað á Íslandi í rúm fimm ár. Hún hefur reynslu af stefnumótun og viðskiptaþróun frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Þá hefur hún sérhæft sig í stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og farið fyrir þeirri vinnu hjá Arion banka og síðast hjá Össurri.
Anna Þórdís hefur starfað sem lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu í málum sem meðal annars varða persónuvernd, samninga og stjórnarhætti fyrirtækja. Síðastliðin ár hefur hún tekið þátt í og stýrt verkefnum í stafrænni stefnumótun fyrirtækja hjá IESE Business School í Barcelona. Hún var jafnframt einn af stofnendum upplýsinga- og skjalastjórnunarfyrirtækisins Vergo.
Svavar H. Viðarsson leiðir ráðgjafateymið sem veitir stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf um upplýsingatækni, stafræna umbreytingu, hagræðingu innviða og innra skipulagi fyrirtækja