Charlotte og Anna ráðnar til Advania

Svavar H. Viðarsson, Anna Þórdís Rafnsdóttir og Charlotte Aström.
Svavar H. Viðarsson, Anna Þórdís Rafnsdóttir og Charlotte Aström. Ljósmynd/Aðsend

Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Charlotte er sænsk en hefur starfað á Íslandi í rúm fimm ár. Hún hefur reynslu af stefnumótun og viðskiptaþróun frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Þá hefur hún sérhæft sig í stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og farið fyrir þeirri vinnu hjá Arion banka og síðast hjá Össurri.

Anna Þórdís hefur starfað sem lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu í málum sem meðal annars varða persónuvernd, samninga og stjórnarhætti fyrirtækja. Síðastliðin ár hefur hún tekið þátt í og stýrt verkefnum í stafrænni stefnumótun fyrirtækja hjá IESE Business School í Barcelona. Hún var jafnframt einn af stofnendum upplýsinga- og skjalastjórnunarfyrirtækisins Vergo.

Svavar H. Viðarsson leiðir ráðgjafateymið sem veitir stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf um upplýsingatækni, stafræna umbreytingu, hagræðingu innviða og innra skipulagi fyrirtækja

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK