Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2018 hækkar um 0,62% frá fyrra mánuði en án húsnæðis hækkar hún um 0,46% frá maí 2018.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 1,1% (áhrif á vísitölu 0,23%). Flugfargjöld til útlanda hækka um 15,2% (0,18%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,1%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2018 gildir til verðtryggingar í ágúst 2018.