Selja bensínstöðvar fyrir sátt

Höfuðstöðvar N1.
Höfuðstöðvar N1. Ljósmynd/Þorsteinn

N1 hefur lagt fram tillögur að sátt eftir viðræður við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á öllu hlutafé í Festi sem rek­ur m.a. Krónu­versl­an­irn­ar. Þær lúta meðal annars að því að félagið selji frá sér tilteknar eldsneytisafgreiðslustöðvar, sem og vörumerki Dælunnar.

Um er að ræða eldsneytisstöð rekin undir merkjum Dælunnar við Fellsmúla, eldsneytisstöð rekin undir merki N1 við Hæðarsmára 8 og eldsneytisstöð rekin undir merki N1 við Salaveg, að því er kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. 

Auk sölu á stöðvunum býðst N1 til þess að skuldbinda sig til þess að veita aðgengi að eldsneyti í heildsölu og birgðarými eldsneytis svo og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði.

Í því skyni að meta tillögur N1 hefur Samkeppniseftirlitið leitað sjónarmiða hagsmunaaðila á markaði vegna tillagna N1. Óskað er eftir því að sjónarmið berist eigi síðar en 4. júlí nk. Aðilum er gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, í bréfi, tölvupósti (samkeppni@samkeppni.is) eða síma (585-0700).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK