Rammaskipulag Kringlunnar samþykkt

Svona gæti Kringlusvæðið litið út er það verður fullbyggt.
Svona gæti Kringlusvæðið litið út er það verður fullbyggt. Teikning/Kanon arkitektar

Borgarráð samþykkti í gær nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið. Í fréttatilkynningu á vef borgarinnar segir að í því birtist ný stefna og framtíðarsýn fyrir þetta 13 hektara svæði á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.

Gert er ráð fyrir 160 þúsund nýjum fermetrum ofanjarðar, sem verða blanda af íbúðum, verslun og þjónustu auk menningar- og listastarfsemi. Fjöldi íbúða á svæðinu getur samkvæmt rammaskipulaginu orðið 800 til 1000 talsins þegar það verður fullbyggt, en til stendur að svæðið verði byggt upp í áföngum.

Þann 17. janúar 2018 undirrituðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita fasteignafélags um skipulag og uppbyggingu svæðisins á grundvelli vinningstillögu Kanon arkitekta í hugmyndasamkeppni sem haldin var árið 2017.

Kringlusvæðið er á vef borgarinnar sagt eitt mest spennandi þróunarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu en um leið eitt hið flóknasta, m.a. vegna legu þess við stærstu stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins og mikilvægrar starfsemi sem þar er að finna, t.d. Borgarleikhúsið og verslunarmiðstöðina Kringluna.

Götusýn sem birtist í tillögum Kanon arkitekta sem áttu vinningstillögu …
Götusýn sem birtist í tillögum Kanon arkitekta sem áttu vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Teikning/Kanon arkitektar

Í kjölfar rammaskipulagsvinnunnar er stefnt að breytingu á aðalskipulagi og í framhaldinu er gert ráð fyrir að svæðið verði deiliskipulagt og byggt upp í áföngum. 

Á vef borgarinnar segir að afgreiðsla rammaskipulagsins sé mikilvægur áfangi í þeirri vegferð að byggja upp öflugt og glæsilegt borgarhverfi á Kringlusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK