Sjóvá sendir út afkomuviðvörun vegna brunans

Sjóvá-Almennar tryggingar hafa sent út afkomuviðvörun vegna brunans í fiskeldisstöðinni á Núpum í Ölfusi. Sjóvá gerði ráð fyrir 97% samsettu hlutfalli á öðrum ársfjórðungi og 96% fyrir árið 2018. Sagðist félagið ætla að tilkynna ef frávik frá horfum yrði umfram 5% í samsettu hlutfalli innan fjórðunga. 

„Í kjölfar bruna hjá viðskiptavini Sjóvár í fiskeldisstöð á Núpum í Ölfusi aðfaranótt miðvikudagsins 27. júní sl. er ljóst að samsett hlutfall annars ársfjórðungs verður hærra en ráð var fyrir gert og stefnir í að verði um 106%,“ segir í afkomuviðvöruninni. 

Þar segir jafnframt að frávikið sé ekki aðeins til komið vegna þessa eina tjónsatburðar heldur skýrist jafnframt af bruna í Miðhrauni í byrjun apríl sem upplýst var um í fjárfestakynningu 14. maí sl. Áhrif þessara tveggja tjóna eru talin um 9 prósentustig til hækkunar á samsettu hlutfalli fjórðungsins.

„Í ljósi ofangreinds eru horfur fyrir samsett hlutfall ársins 2018 nú um 98%. Nú þegar fjórðungurinn er að klárast er ljóst að afkoma af skráðum hlutabréfum verður neikvæð og afkoma af fjárfestingastarfseminni í heild jafnframt neikvæð og því töluvert undir væntingum.“

Uppfærðar horfur fyrir samsett hlutfall og afkomu ársins 2018 verða kynntar á afkomukynningu félagsins fyrir annan ársfjórðung 23. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK