Icelandair lækkar afkomuspá sína

Þrátt fyrir lækkun afkomuspár kemur fram að til lengri tíma …
Þrátt fyrir lækkun afkomuspár kemur fram að til lengri tíma séu horfur í rekstri Icelandair Group góðar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Icelanda­ir Group lækk­ar af­komu­spá sína fyr­ir árið 2018 en nú­ver­andi horf­ur í rekstri á ár­inu eru lak­ari en fé­lagið hafði gert ráð fyr­ir. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Icelanda­ir Group til Kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir að miðað við fyr­ir­byggj­andi for­send­ur áætli fyr­ir­tækið að af­koma þess verði 120 til 140 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á ár­inu, 13 til 15 millj­arðar ís­lenskra króna.

Þrátt fyr­ir að upp­gjöri sé ekki lokið er ljóst að af­koma ann­ars árs­fjórðungs verður lak­ari en áður hafði verið áætlað,“ kem­ur fram í til­kynn­ing­unni en ástæður þess eru sagðar rask í flugáætl­un Icelanda­ir und­an­farn­ar vik­ur, seink­un á inn­leiðingu flug­véla og slæmt veður. Auk þess hafi tekj­ur tap­ast.

Fé­lagið hef­ur greint for­send­ur af­komu­spár fyr­ir síðari hluta árs­ins en í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að spár um hækk­andi meðal­verð á síðasti hluta árs hafi hingað til ekki gengið eft­ir. „Þetta ger­ist þrátt fyr­ir að olíu­verð hafi hækkað um 50% á sein­ustu 12 mánuðum. Af þeirri ástæðu hef­ur fé­lagið ákveðið að lækka tekju­spá fé­lags­ins fyr­ir síðari hluta árs­ins,“ kem­ur þar fram.

Tölu­verðar af­bók­an­ir hafa verið hjá hóp­um hjá Ice­land Tra­vel vegna minnk­andi sam­keppn­is­hæfni Íslands sem mun valda lak­ari af­komu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hef­ur mik­il fram­boðsaukn­ing yfir Atlants­hafið á nokkr­um lyk­il­mörkuðum fé­lags­ins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni en sagt er að til lengri tíma séu horf­ir í rekstri fé­lags­ins góðar.

Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okk­ur tals­verð von­brigði. Sú þróun meðal­verða sem við gerðum ráð fyr­ir á síðari hluta árs­ins virðist ekki vera að ganga eft­ir og því lækk­um við tekju­spá fé­lags­ins,“ læt­ur Björgólf­ur Jó­hann­es­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, hafa eft­ir sér.

„Árið 2018 er ár mik­illa breyt­inga og fjár­fest­inga sem gera fé­lag­inu kleift að vaxa og dafna,“ seg­ir for­stjór­inn enn frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK