WOW air hættir að fljúga til Tel Aviv

WOW air mun hætta að fljúga til Tel Aviv í …
WOW air mun hætta að fljúga til Tel Aviv í haust. Þráðurinn verður mögulega tekinn upp að nýju næsta vor.

WOW air mun hætta flugi til Tel Aviv í Ísrael í október. Félagið hefur flogið til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá því í september í fyrra.

Frá þessu er greint á vef ísraelska dagblaðsins Haaretz þar sem haft er eftir forsvarsmönnum WOW að ákvörðunin sé tekin af rekstrar- og  viðskiptaástæðum. Aðrir áfangastaðir, svo sem nýjar flugleiðir til Norður-Ameríku og Indlands, séu vinsælli kostur yfir vetrartímann.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við mbl.is að Tel Aviv sé árstíðarbundinn áfangastaður. Hins vegar eigi eftir að taka ákvörðun um hvort flug til borgarinnar verði hafið á ný næsta vor. „Við erum að íhuga að athuga að hefja aftur flug í lok mars eða apríl,“ segir Svanhvít.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK