Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip

Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. mbl.is/Rósa Braga

Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut.

Kauphöllin sendi frá sér tilkynningu (flöggun) í dag vegna breytinga á verulegum hlut atkvæðisrétta í Eimskipafélaginu vegna kaupana.  Þar kemur fram að fjöldi hluta sem Samherji keypti séu 50.600.000 talsins.

Greint hefur verið frá því að gengi hlutabréfa í Eimskip hafi hækkað um rúmlega 16% í dag eftir að tilkynnt var hver kaupandinn væri.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifaði undir tilkynningu um breytingu …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifaði undir tilkynningu um breytingu á verulegum hlut atkvæðarétta. Mynd/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK