Novator greiðir eiganda 3,4 milljarða í arð

Novator er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis.
Novator er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis. mbl.is/RAX

Hagnaður af rekstri Novator ehf. árið 2017 nam rúmlega 7,6 milljörðum króna. Tillaga stjórnar um arðgreiðslu vegna rekstrarársins í fyrra nemur 3,4 milljörðum króna, en eigandi félagsins er Novator Holding í Lúxemborg.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að helstu eignir þess hafi verið seldar í byrjun árs 2017. Eignarhluti í Nova ehf. var seldur, auk þess sem eignarhlutir í CCP hf. og Novator F11 ehf. voru seldir til tengds aðila.

Rekstrartekjur Novator ehf. í fyrra námu 7,8 milljörðum króna og vó þar þyngst hagnaður af sölu hlutabréfa, sem nam 7,9 milljörðum. Til samanburðar voru rekstrartekjur félagsins árið 2016 um 413 milljónir króna.

Laun og annar starfsmannakostnaður fór úr 51 milljón króna árið 2016 í 112 milljónir í fyrra.

Félagið seldi, eins og fyrr segir, hluti sína í Nova og Novator F11, sem átti húsið að Fríkirkjuvegi 11. Samtals nam söluverð þessara eignarhluta 10 milljörðum króna, en söluhagnaður 7,7 milljörðum. Söluverð hlutar Novator í CCP nam 1,1 milljarði króna og var söluhagnaðurinn 160 milljónir króna.

Eigandi Novator ehf. er Novator Holding S.á r.l, sem er skráð í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar. Novator Holding er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK