Fjárfestar í mál við Musk

Elon Musk er ekki vinsæll meðal skortsala um þessar mundir.
Elon Musk er ekki vinsæll meðal skortsala um þessar mundir. AFP

Óánægðir fjárfestar ætla að höfða mál gegn Elon Musk, stjórnanda og stofnanda fyrirtækisins Tesla, en ummæli Musk um að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði hafa farið illa í marga.

Musk sagði á þriðjudag, að það væri mögulega rétta leiðin fram á við að taka fyrirtækið af markaði. Ummælin leiddu til þess að verð á hlutabréfum í fyrirtækinu rauk upp um 11% í um 380 dali á hlut. Það hefur síðan lækkað aftur. 

Skortsalar, sem veðja á verðlækkanir, halda því fram að Musk hafi afvegaleitt markaðinn, að því er fram kemur á vef BBC.

Musk á fimmtung í fyrirtækinu.
Musk á fimmtung í fyrirtækinu. AFP

Musk, sem á fimmtung í fyrirtækinu, hefur kvartað yfir því sem hann kallar „neikvæðan áróður“ skortsala. 

Hann sagði að með því að taka fyrirtækið af markaði verndaði það Tesla frá áhrifum verðbreytinga og þeirri pressu sem fylgi því að skila góðu uppgjöri í lok hvers ársfjórðungs, sem hafi truflandi áhrif á rekstur og framtíðarsýn fyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK