Hlutabréf í Bayer lækka í verði

AFP

Hlutabréf í þýska lyfja- og efnafyrirtækinu Bayer hafa lækkað um ríflega tíu prósent eftir að dótturfélag þess, bandaríski landbúnaðarvöruframleiðandinn Monsanto, var dæmt til greiðslu 30 milljarða króna í skaðabætur þar sem dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að efni í plöntueyði fyrirtækisins væri krabbameinsvaldandi.

Ewayne Johnson sem höfðaði málið gegn fyrirtækinu notaði plöntueyðinn mikið í störfum sínum sem húsvörður í skóla greindist með krabbamein árið 2014, en fimm þúsund manns til viðbótar halda því fram að þau hafi fengið krabbamein eftir að hafa notað plöntueyði fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Bayer segir fyrirtækið plöntueyðinn ekki krabbameinvaldandi sé farið eftir notkunarreglunum, og hyggst fyrirtækið áfrýja dómnum. „Á grunni vísinda, niðurstöðu löggjafavaldsins um allan heim og áratugalangri reynslu af notkun efnisins erum við örugg um að glýfosat sé öruggt til notkunar og ekki krabbameinsvaldandi sé það notað líkt og merkingar segja til um,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK