Segir að Tyrkir muni vinna þetta „stríð“

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Aðgerðir til að reyna að rétta af efnahag Tyrklands hafa ekki gengið en tyrk­neska lír­an hélt áfram að lækka í morg­un. Lír­an hef­ur veikst mjög gagn­vart öðrum gjald­miðlum og deila Tyrklands gegn Bandaríkjunum virðist fara versnandi.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakaði Bandaríkjamenn í dag um að stinga Tyrki í bakið. „Við erum saman í NATO en síðan stingið þið okkur í bakið,“ sagði Erdogan.

Donald Trump tilkynnti fyrir helgi að tollar á tyrkneskt stál og ál yrðu tvöfaldaðir. Líran hrundi um 20% gagnvart Bandaríkjadal þann dag. Erdogan segir að Tyrkir muni bera sigur úr býtum í þessu „efnahagsstríði“.

Ástæða tolla­hækk­un­ar­inn­ar er ágrein­ing­ur milli banda­rískra stjórn­valda og tyrk­neskra, en Banda­ríkja­menn hafa ít­rekað kraf­ist þess að Banda­ríkja­mann­in­um Andrew Brun­son verði sleppt úr haldi Tyrkja en Tyrk­ir saka hann um tengsl við Fet­hullah Gulen og vald­aránstilraun­ina sem var gerð í Tyrklandi 2016. Þá vilja Tyrk­ir fá Gulen fram­seld­an frá Banda­ríkj­un­um sem Banda­ríkja­stjórn ætl­ar ekki að verða við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK