WOW ekki eigandi flugvélanna

Engin flugvél WOW er í eigu félagsins. Félagið leitar nú …
Engin flugvél WOW er í eigu félagsins. Félagið leitar nú að fjárfestum, en eiginfjárhlutfallið er 10,9%.

Kynningarefni WOW air fyrir nýja fjárfesta sýnir að fyrirtækið er með allan flugvélaflota sinn á leigu. Einnig kemur fram að fyrirtækið telur líklegt að það taki fram úr Icelandair sem stærsti flugrekstraraðili á Keflavíkurflugvelli.

WOW air er nú að leita að fjárfestum til þess að kaupa nýtt hlutafé í sem félagið hyggst gefa út. Gert er ráð fyrir fjárfestingu upp 500 milljóna til eins milljarðs sænskra króna eða um 6 til 12 milljarða íslenskra króna.

Segjast verða stærstir 2019

Í kynningunni segist WOW vera með 37% markaðshlutfall á Keflavíkurflugvelli og segist fyrirtækið líklegt til þess að taka við leiðandi stöðu af Icelandair á næsta ári. Þá er áætlað að farþegafjöldi fyrirtækisins verði um 3,6 milljónir á þessu ári og 3,9 milljónir á því næsta.

Flestir farþegar félagsins 2017 eru sagðir vera millilendingarfarþegar, eða 1,3 milljón, á meðan 1 milljón farþega hafi ferðast til Íslands að utan með félaginu. hálf milljón farþega ferðuðust með félaginu frá landinu sama ár.

Samkvæmt kynningarefninu voru 1.100 starfsmenn hjá fyrirtækinu á síðasta ári og gera áætlanir ráð fyrir að þeir verði 1.400 við árslok 2018.

Vélar í rekstrarleigu

Einnig kemur fram að engar af 20 flugvélum WOW eru í eigu fyrirtækisins. 16 eru í rekstrarleigu og 4 í fjárfestingaleigu sem gefur forkaupsrétt, einnig segir að 4 nýjar vélar verða teknar í notkun í gegnum rekstrarleigu.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í dag kemur fram að rekstrartap WOW nam um 45 millj­ón­um banda­ríkja­dala, jafn­gildi 4,8 millj­arða ís­lenskra króna, á tólf mánaða tíma­bili frá júlí 2017 til júní 2018. Þá er gert ráð fyrir því að tap ársins 2018 í heild sinni verði um 28 milljónir bandaríkjadala, andvirði 3 milljarða íslenskra króna.

Í umfjöllun Viðskiptamoggans um afkomu flugfélagana í síðasta mánuði var sagt frá því að eiginfjárhlutfall WOW við lok rekstrarársins 2017 10,9%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka