WOW ekki eigandi flugvélanna

Engin flugvél WOW er í eigu félagsins. Félagið leitar nú …
Engin flugvél WOW er í eigu félagsins. Félagið leitar nú að fjárfestum, en eiginfjárhlutfallið er 10,9%.

Kynn­ing­ar­efni WOW air fyr­ir nýja fjár­festa sýn­ir að fyr­ir­tækið er með all­an flug­véla­flota sinn á leigu. Einnig kem­ur fram að fyr­ir­tækið tel­ur lík­legt að það taki fram úr Icelanda­ir sem stærsti flugrekstr­araðili á Kefla­vík­ur­flug­velli.

WOW air er nú að leita að fjár­fest­um til þess að kaupa nýtt hluta­fé í sem fé­lagið hyggst gefa út. Gert er ráð fyr­ir fjár­fest­ingu upp 500 millj­óna til eins millj­arðs sænskra króna eða um 6 til 12 millj­arða ís­lenskra króna.

Segj­ast verða stærst­ir 2019

Í kynn­ing­unni seg­ist WOW vera með 37% markaðshlut­fall á Kefla­vík­ur­flug­velli og seg­ist fyr­ir­tækið lík­legt til þess að taka við leiðandi stöðu af Icelanda­ir á næsta ári. Þá er áætlað að farþega­fjöldi fyr­ir­tæk­is­ins verði um 3,6 millj­ón­ir á þessu ári og 3,9 millj­ón­ir á því næsta.

Flest­ir farþegar fé­lags­ins 2017 eru sagðir vera milli­lend­ing­ar­farþegar, eða 1,3 millj­ón, á meðan 1 millj­ón farþega hafi ferðast til Íslands að utan með fé­lag­inu. hálf millj­ón farþega ferðuðust með fé­lag­inu frá land­inu sama ár.

Sam­kvæmt kynn­ing­ar­efn­inu voru 1.100 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu á síðasta ári og gera áætlan­ir ráð fyr­ir að þeir verði 1.400 við árs­lok 2018.

Vél­ar í rekstr­ar­leigu

Einnig kem­ur fram að eng­ar af 20 flug­vél­um WOW eru í eigu fyr­ir­tæk­is­ins. 16 eru í rekstr­ar­leigu og 4 í fjár­fest­inga­leigu sem gef­ur for­kaups­rétt, einnig seg­ir að 4 nýj­ar vél­ar verða tekn­ar í notk­un í gegn­um rekstr­ar­leigu.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að rekstr­artap WOW nam um 45 millj­ón­um banda­ríkja­dala, jafn­gildi 4,8 millj­arða ís­lenskra króna, á tólf mánaða tíma­bili frá júlí 2017 til júní 2018. Þá er gert ráð fyr­ir því að tap árs­ins 2018 í heild sinni verði um 28 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, and­virði 3 millj­arða ís­lenskra króna.

Í um­fjöll­un Viðskiptamogg­ans um af­komu flug­fé­lag­ana í síðasta mánuði var sagt frá því að eig­in­fjár­hlut­fall WOW við lok rekstr­ar­árs­ins 2017 10,9%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka