WOW leitar aukins fjármagns

Lággjaldaflugfélagið WOW air stefnir að útgáfu skuldabréfa fyrir jafngildi 6-12 …
Lággjaldaflugfélagið WOW air stefnir að útgáfu skuldabréfa fyrir jafngildi 6-12 milljarða íslenskra króna. mbl.is/Árni Sæberg

Rekstrartap (EBIT) flugfélagsins WOW air nam um 45 milljónum bandaríkjadala, jafngildi 4,8 milljarða íslenskra króna, á tólf mánaða tímabili frá júlí 2017 til júní 2018, að því er fram kemur í fjárfestakynningu sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Rekstrarspá fyrir árið 2018 í heild sinni gerir ráð fyrir rekstrartapi upp á 28 milljónir dala, sem nemur um 3 milljörðum íslenskra króna.

Eigið fé WOW air í lok júní var 14 milljónir dala, um 1,5 milljarðar króna. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vildi ekki tjá sig um efni kynningarinnar en hann leitar nú fjárfesta til að fjármagna félagið. Er ráðgert að ljúka fjármögnunarferlinu undir lok mánaðarins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt kynningunni sé stefnt að útgáfu skuldabréfa fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafngildi 6-12 milljarða íslenskra króna, sem ætlað er til að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins, sem stefnt er að innan 18 mánaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK